9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Loka kjallaranum vegna myglunnar

Skyldulesning

Húsnæði ráðuneytanna í Skógarhlíð.

Húsnæði ráðuneytanna í Skógarhlíð. mbl.is/Unnur Karen

Komið hefur í ljós að mygluna, sem fundist hefur í húsnæði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins í Skógarhlíð 6, er víða að finna í kjallara hússins og mælst hefur hækkaður raki í botnplötu byggingarinnar.

Var kjallaranum alfarið lokað frá og með gærdeginum. Þetta veldur miklum óþægindum og röskun á þeirri starfsemi sem fram hefur farið í kjallara húsnæðisins.

Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir að nú sé verið að leita leiða til að finna annað húsnæði. Hann sendi tölvupóst til starfsmanna í gær vegna þeirrar stöðu sem upp er komin þar sem segir að miklar vísbendingar um skemmdir hafi komið fram í niðurstöðum á sýnum í kjallaranum.

„Því er lagt til að öll starfsemin verði færð annað tímabundið og öllum rýmunum í kjallaranum sé lokað til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á heilsufar fólks,“ segir í póstinum.

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir