5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Lokað fyrir umferð að gosstöðvum á morgun

Skyldulesning

Fólk á leiðinni á gossvæðið.

Fólk á leiðinni á gossvæðið.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Af öryggisástæðum hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum laugardaginn 3. apríl.

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir svæðið en veðurspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðvestan og síðar vestan 15-23 m/s með rigningu eða súld og lélegu skyggni á gosstöðvunum. Alls ekkert ferðaveður er á svæðinu, segir í tilkynningu.

Umferð sem nauðsynlega þarf að fara um Suðurstrandarveg mun geta farið fram hjá lokunum.

Eins og veðurspáin er núna er gert ráð fyrir að opna aftur fyrir umferð að gosstöðvunum að morgni páskadags klukkan 6:00.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir