6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Lokanir og snjóflóðahætta

Skyldulesning

Óvissustig er í gildi á Súðarvíkurhlíð vegna snjóflóðahættu og Holtavörðuheiði er lokuð vegna óveðurs. Óvíst er hvort hægt verði að opna veginn í dag vegna veðurs. Viðvaranir eru í gildi um allt land.

Breytingar til kvölds verða einkum þær að veður fer versandi norðanlands og eins á Austurlandi undir kvöldið segir veðurfræðingur Vegagerðarinnar í tilkynningu. Stormur og stórhríð. Suðaustanlands er reiknað með hviðum allt að 35-45 m/s snemma í kvöld og til morguns. Frá Lómagnúpi, austur á Norðfjörð.

Á Suðvesturlandi er óveður á Kjalarnesi, hálka á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Reykjanesbraut en hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu og Kjalarnesi.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum vestanlands en ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði og ekkert ferðaveður.

Eins og áður sagði er vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður vegna óveðurs og ekki öruggt að hægt verði að opna í dag. Hægt er fara Laxárdalsheiði (59) og Heydal (55).

Það er snjóþekja eða þæfingsfærð nokkuð víða á Vestfjörðum en þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og ófært á Klettshálsi. Stórhríð er á Þröskuldum. #færðin

Hálka eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi og þæfingsfærð á Öxnadalsheiði og á Siglufjarðarvegi utan Ketiláss. Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna óveðurs. Hálka eða snjóþekja á vegum á Norðausturlandi, víða éljagangur og skafrenningur.

Hálkublettir eða hálka er á út-Héraði og á fjallvegum á Austurlandi en snjóþekja á Breiðdalsheiði og Öxi. Það er greiðfært frá Höfn að Öræfasveit en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir