Loks kom í ljós hvað Chelsea borgaði fyrir Potter – Næst dýrasti þjálfari sögunnar – DV

0
132

Graham Potter kostaði Chelsea 21,5 milljón punda en þetta kemur fram í ársreikningi Brighton sem var opinberaður í gær.

Chelsea fékk Potter frá Brighton síðasta haust en hann er þar með næst dýrasti þjálfari sem fer á milli liða.

FC Bayern borgaði 22 milljónir punda til að sækja Julian Nagelsmann frá RB Leipzig sumarið 2021.

Potter er hins vegar dýrasti þjálfarinn sem keyptur hefur verið á milli liða í ensku úrvalsdeildinni.

Potter hefur ekki vegnað vel í starfi en gengi liðsins hefur aðeins batnað síðustu vikur.

Enski boltinn á 433 er í boði