3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Loksins á förum frá Arsenal?

Skyldulesning

Mesut Özil fær ekkert að spila hjá Arsenal.

Mesut Özil fær ekkert að spila hjá Arsenal.

AFP

Það stefnir allt í að Mesut Özil, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, muni yfirgefa félagið í janúar þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður.

Þjóðverjinn, sem er 32 ára gamall, hefur ekkert komið við sögu með Arsenal á tímabilinu en hann hefur verið úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Özil er launahæsti leikmaður liðsins en frá því hann skrifaði undir nýjan saming við Arsenal árið í janúar 2018 en hefur lítið sýnt fyrir félagið síðan.

Football London greinir frá því að Özil muni ganga til liðs við tyrkneska stórliðið Fenerbahce í janúar en hann hefur verið reglulega orðaður við brottför frá félaginu undanfarin ár.

Özil gekk til liðs við Arsenal frá Real Madrid haustið 2013 fyrir 42,5 milljónir punda en hann á að baki 254 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 44 mörk og lagt upp önnur 77.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir