loksins-a-forum-fra-man-united

Loksins á förum frá Man United

Manchester United er langt komið í viðræðum við brasilíska knattspyrnufélagið Flamengo um sölu á Andreas Pereira, miðjumanni liðsins.

Heimildir The Athletic herma að United fái fjórðung af kaupverðinu verði Pereira seldur, en Brasilíumaðurinn fór á láni til Flamengo í ágúst, þar sem liðið hafði þann möguleika að kaupa Pereira á 20 milljónir evra að tímabili loknu.

Pereira gekk til liðs við United í janúar 2012 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Honum hefur þó aldrei tekist að negla niður sæti í byrjunarliðinu og hefur fjórum sinnum verið sendur út á lán.

Hann lék síðast keppnisleik fyrir United tímabilið 2019-20.

Andreas Pereira permanent deal will cost around €10.5m to Flamengo – including a 25% sell on clause, confirmed per @fredcaldeira. Manchester United are ready to accept. 🔴🇧🇷 #MUFC

Deal at final stages, new contacts in the coming hours to prepare paperworks.

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 7, 2022


Posted

in

,

by

Tags: