10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

„Loksins“ árangur í makrílleit

Skyldulesning

Skip Síldarvinnslunnar, Bjarni Ólafsson AK-70 og Beitir NK-123, hafa tekið eitt hal með góðum makríl eftir nokkra leit í Smugunni. 

Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. 

Greint hefur verið frá makríl leit og veiðum, sem hafa farið hægt af stað hjá íslenska flotanum, á 200 mílum undanfarna daga og vikur. Nú virðist leit Síldarvinnsluskipanna hafa borið árangur. 

Vænn fiskur 

Haft er eftir Þorkeli Péturssyni, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni, á heimasíðu Síldarvinnslunnar að hvort skip hafi fengið um 100 tonn í sitt hvort holið sem dælt var yfir í Bjarna. Aflinn er að hans sögn nokkuð síldarblandaður en mjög vænn.

„Þegar við köstuðum vorum við búnir að leita í þrjá sólarhringa ásamt fleiri skipum með hverfandi árangri. Þetta var því mikið reiðileysi og menn eru ósköp fegnir að vera búnir að finna eitthvað,“ sagði Þorkell.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir