7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Löwen enn á toppnum eftir stór­sigur | Viggó öflugur að venju

Skyldulesning

Handbolti

Alexander Petersson skoraði eitt mark í kvöld en Rhein-Neckar Löwen trónir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.
Alexander Petersson skoraði eitt mark í kvöld en Rhein-Neckar Löwen trónir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.
vísir/getty

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Var töluvert af íslenskum leikmönnum í eldlínunni. Topplið Rhein Neckar-Löwen vann 13 marka sigur á Wetzlar, 37-24. Gott gengi Stuttgart heldur áfram en liðið vann 12 marka sigur á Nordhorn-Lingen í kvöld.

Löwen átti ekki í neinum vandræðum með Wetzlar og vann í kvöld sinn áttunda sigur í aðeins níu leikjum. Eftir að vera sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, þá vann Löwen á endanum þægilegan 13 marka sigur. Lokatölur 37-24 og Löwen trónir á toppi deildarinnar með 16 stig.

Hinn síungi Alexander Petersson skoraði eitt mark í liði Löwen í kvöld en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk í 12 marka sigri Stuttgart á Nordhorn-Lingen. Elvar Ásgeirsson komst hins vegar ekki á blað en leiknum lauk 36-24 Stuttgart í vil.

Stuttgart er í 3. sæti deildarinnar en liðið hefur leikið þremur leikjum meira en Flensburg sem situr í 4. sæti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir