7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Lucy Bronze besta knattspyrnukona í heimi

Skyldulesning

FIFPRO hefur útnefnt bestu knattpyrnukonu í heimi fyrir árið 2020. Lucy Bronze, leikmaður Manchester City (áður Lyon) og enska landsliðsins hlaut flest atkvæði að þessu sinni.

🥉🥇 Bronze turns to gold! @LucyBronze is #TheBest FIFA Women’s Player 2020@OLfeminin / @ManCityWomen | @Lionesses | #FIFAFootballAwards pic.twitter.com/ZQ1b1pJFnt

— FIFA Women’s World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2020

Þetta er í fyrsta skiptið sem Bronze hlýtur nafnbótina og er hún einnig fyrsta enska konan til að vera valin sú besta í heimi. Bronze er fyrsti bakvörðurinn af báðum kynjum til að vera valin leikmaður ársins.

Hin 29 ára gamla Lucy Bronze er í liði ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

Á árinu sem er að líða sigraði Bronze Meistaradeildina með Lyon þriðja árið í röð. Hún varð einnig franskur meistari og bikarmeistari með Lyon. Eftir að hún skipti yfir í Manchester City á þessu ári varð hún bikarmeistari með liðinu í nóvember. Bronze var valin leikmaður ársins af BBC í mars.

Bronze var hissa á kjörinu. „Ég held að ég hafi ekki orð til að lýsa hvernig mér líður núna. Ef það er eitthvað sem 2020 hefur kennt okkur er það að kunna að meta hverja stund, ekki horfa of langt fram í tímann og lifa í núinu. Ég kann að meta þessi verðlaun núna meira en ég mun nokkru sinni og ég mun muna eftir þessu augnabliki að eilífu.“

Á eftir Bronze í kjörinu voru hin danska Pernille Harder og hin franska Wendie Renard.

Frá verðlaunaafhendingunni í kvöld. Lucy Bronze, Pernille Harder og Wendie Renard. Mynd/Getty

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir