7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Lúðvík hlaut 97,3% greiddra atkvæða

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Lúðvík Geirsson er nýr formaður Hafnarsambandsins. Tekur hann við embættinu af Gísla Gíslasyni sem hefur gengt því frá 2004.

mbl.is/RAX

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var kjörinn formaður Hafnasambands Íslands á hafnasambandsþingi sem haldið var fyrr í dag. Var þetta fyrsta rafræna hafnasambandsþingið í rúmlega 50 ára sögu hafnasambandsins og var Lúðvík kjörinn með 97,3% greiddra atkvæða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Lúðvík tekur við af Gísla Gíslasyni sem hefur verið formaður hafnasambandsins frá árinu 2004 en Gísli bauð sig ekki fram að nýju þar sem hann hefur látið af störfum sem hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Lúðvík sat um skeið sem bæjarfulltrúi fyrir Samfylkkinguna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og var jafnframt bæjarstjóri árin 2002 til 2010. Þá var hann þingmaður Samfylkingarinnar árin 2010 til 2013. Hann hefur verið hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar frá árinu 2016.

Á fundinum þakkaði Lúðvík traustið og tók fram að það yrði ekki auðvelt að feta fótspor fyrrum formanns. „Við búum vel að því í hafnasambandinu, að það hefur ekki eingöngu skilað góðu búi, heldur líka góðu og samhentu liði sem hefur unnið einstaklega vel saman á liðnu árum.  Stjórnin er vel tengd vítt og breitt um landið og hefur góða innsýn í dagleg störf og þau viðfangsefni sem við erum að takast á við á degi hverjum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir