4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Luiz spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal?

Skyldulesning

David Luiz gekk til liðs við Arsenal frá Chelsea sumarið …

David Luiz gekk til liðs við Arsenal frá Chelsea sumarið 2019.

AFP

Allt bendir til þess að David Luiz sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal.

Það er Football London sem greinir frá þessu en samningur brasilíska varnarmannsins rennur út í sumar.

Forráðamenn Arsenal ætla sér ekki að framlengja samninginn við Luiz sem er orðinn 33 ára gamall.

Miðvörðurinn er að jafna sig á aðgerð á hné og hefur ekkert leikið með Arsenal undanfarnar vikur en hann snýr að öllum líkindum aftur til æfinga í næstu viku.

Football London telur að það muni reynast erfitt fyrir Luiz að vinna sér inn sæti í enska liðinu í lokaleikjum tímabilsins og því gæti hann hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir