Luke Shaw gaf vítaspyrnu í uppbótartíma og bíður Liverpool velkomið í baráttu um Meistaradeildarsætið – DV

0
41

Það var mikið um færi en aðeins eitt mark þegar Manchester United heimsótti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Antony fékk dauðafæri fyrir United í upphafi leiks en fór illa með það. Bæði lið fengu færi í leiknum.

Í síðari hálfleik var leikurinn ansi jafn en það var ekki fyrr en á 95 mínútu sem Luke Shaw fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Hann stökk upp í skallabolta með höndina uppi og fékk boltann í höndina. Augljós vítaspyrna.

Á punktinn fór Alex Mac Allister og skoraði af öryyggi fram hjá David De gea.

United er með 63 stig í fjórða sæti deildarinnar og er fjórum stigum á undan Liverpool, United á að auki leik til góða en ljóst er að lærisveinar Jurgen Klopp eru komnir í baráttuna. Næsti leikur liðsins er úti gegn West Ham á sunnudag. United vantar níu stig til viðbótar í fimm leikjum til að ná Meistaradeildarsæti.

Enski boltinn á 433 er í boði