7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Luton Town stóð í Chelsea

Skyldulesning

Íþróttir | Enski boltinn | mbl | 2.3.2022 | 21:16

Spánverjinn Saul með boltann í kvöld.

Spánverjinn Saul með boltann í kvöld. ADRIAN DENNIS

Romelu Lukaku kom Chelsea áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu, FA bikarnum í kvöld.

Evrópumeistararnir í Chelsea renndu út fyrir höfuðborgina og til Luton þar sem þeir mættu b-deildarliðinu Luton Town.

Eftir erfiðan leik kom Belginn til skjalanna og skoraði sigurmarkið á 78. mínútu en Chelsea vann 3:2. Vafalítið kærkomið fyrir Lukaku sem hefur mátt þola nokkra gagnrýni að undanförnu.

Luton komst tvívegis yfir í leiknum með mörkum frá Reece Burke á 2. mínútu og Harry Cornick á 40. mínútu. Saúl Níguez jafnaði fyrir Chelsea í millitíðinni og Timo Werner jafnaði 2:2 á 68. mínútu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir