6.2 C
Grindavik
23. júní, 2021

Lykilmanni Leeds líkar illa við Man. Utd

Skyldulesning

Enski landsliðsmaðurinn Kalvin Phillips ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport en Phillips hefur verið lykilmaður hjá nýliðum Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni.

Í viðtalinu fer Phillips um víðan völl og m.a. hvernig sé að vinna með honum virta Marcelo Bielsa og um spilamennsku Leeds til þessa á tímabilinu.

Þá barst talið að Manchester United en næsti leikur Leeds er á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Mikill rígur er á milli Manchester United og Leeds og Phillips viðurkennir að honum líkar ekki vel við erkifjendurna.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir