4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Lykilmenn Íslands vilja Lagerback og Frey til starfa

Skyldulesning

Lykilmenn í íslenska landsliðinu hafa óskað eftir því að KSÍ leiti til Lars Lagerback og ráði hann aftur til starfa. Morgunblaðið segir frá

Lagerback var rekinn frá Noregi í síðustu viku. Lagerback mistókst að koma Noregi inn á Evrópumótið og þá höfðu verið læti í kringum hann eftir deilur við framherja liðsins. Lagerback stýrði Íslandi ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2012 til ársins 2016. Hann náði frábærum árangri með Ísland.

Starfið hjá Íslandi er laust um þessar mundir og hafa margir verið orðaðir við starfið, óvíst er hvort KSÍ muni hafa samband við Lagerback og bjóða honum starfið.

Getty Images

Í frétt eftir Bjarna Helgason á Morgunblaðinu kemur fram að leikmenn liðsins hafi einnig óskað eftir því að Freyr Alexandersson verði með í þjálfarateyminu.

Arnar Þór Viðarsson hefur mest verið orðaður við starfið en miðað við frétt Morgunblaðsins vilja lykilmenn liðsins fremur fá Lagerback og Frey til starfa. Freyr var aðstoðarþjálfari Erik Hamren og starfaði í kringum Lagerback og Heimi.

Innlendar Fréttir