7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Lyktaði eins og áfengistunna þegar hann keyrði á tvo bíla

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Jack Grealish lyktaði eins og áfengistunna og var málhaltur þegar hann keyrði á tvo kyrrstæða bíla í mars. Hann hafði þá verið í gleðskap alla nóttina þrátt fyrir útgöngubann í landinu. Þetta kom fram fyrir dómi í dag.

Grealish viðurkennir að hafa keyrt glannalega en hann er að auki ákærður fyrir fleiri akstursbrot sem átti eftir að taka fyrir.

Ekki er hægt að sanna að Grealish hafi verið undir áhrifum en hann gæti þó misst ökuréttindi sín vegna fyrri brota.

Vitni sögðu að Grealish hefði ekki verið í neinu ástandi til að keyra en hann bakkaði í tvígang á bíla áður en hann fór af vettvangi. Lögreglan leitaði Grealish en fann hann ekki á heimili sínu. Hann gaf sig fram nokkrum dögum síðar.

Grealish hafði deginum áður beðið fólk um að halda sig heima á meðan kórónuveiran væri að ganga yfir þar í landi. Útgöngubann var á Bretlandseyjum.

Grealish var í gleðskap hjá Ross McCormack fyrrum liðsfélaga sínum hjá Villa, alla nóttina. Hann keyrði á tvo kyrrstæða bíla.


Áreksturinn átti sér stað snemma morgun en nágrannar McCormack segja að læti hafi verið úr íbúðinni allan morguninn.

Lögreglan í Birmingham var kölluð á staðinn en Grealish tók dótið sitt úr bílnum og fór af vettvangi áður en hún kom.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir