2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Lyon enn með fullt hús stiga

Skyldulesning

Fótbolti

Sara Björk lék að venju allan leikinn með Lyon er liðið vann sinn áttunda leik í röð í frönsku úrvalsdeildinni.
Sara Björk lék að venju allan leikinn með Lyon er liðið vann sinn áttunda leik í röð í frönsku úrvalsdeildinni.
Clive Brunskill/Getty Images

Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu 5-1 sigur í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Er liðið með átta sigra eftir átta leiki og stefnir í enn einn titilinn. 

Lyon fékk Soyaux í heimsókn í dag og segja má að leikurinn hafi verið frekar mikil einstefna frá upphafi til enda. Staðan var enn markalaus eftir tuttugu mínútna leik, á næstu sjö mínútum skoraði Lyon hins vegar tvívegis.

Dzsenifer Marozsán skoraði fyrsta mark leiksins og Wendie Renard bætti við öðru marki á 27. mínútu leiksins er hún fylgdi eftir að hafa klikkað sjálf á víti. Nikita Parris skoraði þriðja mark Lyon fyrir lok fyrri hálfleiks og leik því raunar lokið þó enn væru 45 mínútur eftir.

Rachel Avant minnkaði muninn er tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Parris bætti hins vegar við öðru marki sínu og fjórða marki Lyon aðeins sex mínútum síðar, staðan þá 4-1.

Kadeisha Buchanan skoraði svo fimmta mark Lyon áður en leiknum lauk, lokatölur 5-1 og Lyon á toppi deildarinnar með 24 stig að loknum átta leikjum. PSG er hins vegar aðeins fimm stigum á eftir toppliðnu og með leik til góða.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn á miðju Lyon í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir