Erlent

Getty
Lögregla á Grænlandi hefur handtekið 27 ára karlmann vegna gruns um að hafa drepið ellefu ára stúlku í Aasiaat á vesturströnd landsins aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku.
Stúlkan fannst látin í tröppum á mótum KJ Greenland og Wille Brandtsvej í Aasiaat.
Síðast hafði sést til stúlkunnar um klukkan 20 á fimmtudagskvöldinu þegar hún lagði af stað heim frá vinkonu sinni.
Héraðsdómur í Qaasuitsoq hefur nú úrskurðað manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Í frétt Sermitsiaq.AG segir að lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar um málið.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.