-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Maður, náttúra og frásögn

Skyldulesning

Sunnudagur, 6. desember 2020

Maður, náttúra og frásögn

Náttúran er án meðvitundar. Í náttúrunni eru staðreyndir. Maðurinn býr að meðvitund. Í meðvitundinni verða til sögur.

Til eiginleika mannsins að setja saman sögur má rekja öll heimsins trúarbrögð, vísindi og skáldskap. Undir þessa þrjá frásagnarhætti má fella allar tilraunir mannsins að skilja sjálfan sig og heiminn.

Iðulega ruglast maðurinn í ríminu og slær saman trú, vísindum og skáldskap. Útkoman verður ógeðugur hrærigrautur sem sumir vilja troða ofan í aðra með kennivaldi, pólitísku valdi og hreinu og kláru ofbeldi ef ekki vill betur.

Meðvitundin er viðsjál. Til hennar má rekja allt gott og illt.

Náttúran, frjáls í sínu meðvitundarleysi, er stikkfrí frá tilburðum mannsins að skilja heiminn. Eflaust nokkur léttir fyrir hana, blessaða móður náttúru, að vera ekki mennsk. 


Innlendar Fréttir