8.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Maðurinn á bak við Darth Wader er látinn

Skyldulesning

Einn af leikurunum á bak við einn mesta skúrk kvikmyndasögunnar er látinn. David Prowse, sem lék Darth Wader í fyrstu þremur Stjörnustríðsmyndunum, er látinn 85 ára að aldri. Það eru kannski ekki margir sem kannast við nafn hans og tengja Darth Waser frekar við James Earl Jones sem láði illmenninu rödd sína.

Í tilkynningu frá umboðsskrifstofu Prowse segir að það sé með mikilli sorg fyrir umboðsskrifstofuna og milljónir aðdáenda um allan heim að tilkynnt er um andlát hans.

Prowse var fæddur í Englandi. Auk kvikmyndaleiks var hann þekktur vaxtaræktarkappi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir