-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Maðurinn sem stuðningsmenn Liverpool hata með öll völd um helgina

Skyldulesning

Stuðningsmenn Liverpool eru ósáttir með það að David Coote verði yfir VAR herberginu þegar liðið mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Coote var í VAR herberginu á leik Everton og Liverpool á dögunum þar sem Virgil van Dijk sleit krossband og löglegt mark var líklega tekið af Liverpool.

NEW: Fans “can’t believe it” as David Coote returns to VAR for Liverpool vs. Leicester https://t.co/2aT77VMf5x

— This Is Anfield (@thisisanfield) November 16, 2020

Ofan á þetta eru meiðslavandræði Liverpool ansi mikil. Jordan Henderson fyrirliði Liverpool verður líklega ekki með Liverpool um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik með Englandi í fyrradag

Virgil van Dijk og Joe Gomez eru báðir meiddir og sömu sögu er af Trent Alexander-Arnold. Þá er Andrew Robertson tæpur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleik með Skotlandi.

Thiago Alcantara og Alex Oxlade-Chamberlain hafa verið meiddir og Mo Salah missir af leik helgarinanr vegna COVID-19.

.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir