3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Mæla ekki með landa­mæra­skimun þar sem veiran er út­breidd

Skyldulesning

Sóttvarnastofnun Evrópu mælir gegn því að ráðamenn í Evrópu beiti sóttkví og skimun á landamærum fyrir flugfarþega í löndum þar sem kórónuveiran er útbreidd og í núverandi faraldsfræðilegu ástandi.

Frá þessu segir í leiðbeiningum stofnunarinnar til aðildarríkja um flugfarþega, beitingu sóttkvíar og skimun á landamærum.

Stofnunin tekur sérstaklega fram að þar sem ríki hafi náð tökum á kórónuveirunni, þar sem nýgengi smita sé „nálægt því að vera núll“, ætti að skima fyrir veirunni hjá öllum þeim sem koma frá svæðum þar sem veiran er útbreidd.

„Með tilliti til fjórtán daga meðgöngutíma og möguleika á einkennaleysi smitaðra, ættu allir slíkir ferðalangar að undirgangast sóttkví (sjálfskipaða eða lögboðna) og gangast undir skimun í skyndi fari þeir að þróa með sér einkenni Covid-19. Sé ekki um nein einkenni að ræða, ætti að skima fyrir veirunni hjá þeim í lok sóttkvíartímabilsins,“ segir í leiðbeiningunum sem birtar voru á vef Sóttvarnastofnunar Evrópu þann 2. desember síðastliðinn. Nýgengi smita á Íslandi er sem stendur langlægst í Evrópu.

Úr leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Evrópu.

Stofnunin mælir hins vegar gegn því að skylda flugfarþega í skimun og sóttkví í þeim löndum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins þar sem veiran er útbreidd. Lítil hætta sé á að veiran breiðist út með þessum hætti og tilfellin fá. Langflestir þeir sem smitast af kórónuveirunni gera það í sínu nærumhverfi.

Innlendar Fréttir