Innlent
| mbl
| 25.11.2020
| 21:35
Á svæði mælaborðsins er farið yfir stöðu og framvindu aðgerða á myndrænan hátt en hægt er að lesa nánar um stöðu hverrar aðgerðar á svæðinu.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Mælaborð um aðgerðir í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023 er komið út á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með mælaborðinu er að fylgja eftir aðgerðum í framkvæmdaáætlun um jafnréttismál. Mælaborðið verður uppfært reglulega í samræmi við framgang mála og bera öll ráðuneyti ábyrgð á tilteknum verkefnum.
Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum er ætlað að skilgreina stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og lýsa verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eða fela í sér beinar aðgerðir í þágu kynjafnréttis.
Á svæði mælaborðsins er farið yfir stöðu og framvindu aðgerða á myndrænan hátt en hægt er að lesa nánar um stöðu hverrar aðgerðar á svæðinu.