maeldu-19,8-metra-haa-oldu-vid-gardskaga

Mældu 19,8 metra háa öldu við Garðskaga

Ölduhæðin var mest á öðrum tímanum. Mynd úr safni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Ölduhæð mældist 19,8 metrar við Garðskaga á öðrum tímanum í nótt. Greint er frá þessu á veðurvefnum Bliku, og vísað til mælinga á dufli.

Garðskagaduflið hafi mælt suðvesturölduna 15 til 16 metra frá því kl. 20.30 í gærkvöldi og til um kl. 06.30 í morgun.

„Ölduspáin gerði ráð fyrir þeirri ölduhæð skammt suðvestur undan, en líkanið dempar kannski um of ölduhæðina nær landi þar sem duflið er staðsett,“ segir á Bliku.

Raunveruleg hætta á ferðum

„Þegar allir þessir þættir fara saman: lágur loftþrýstingur, stórstreymi og mesti sjógangur samhliða sjávarföllum, verður raunverulega hætta á ferðum í þetta miklum sjógangi sunnanlands. Stundum þarf ekki nema tvo af þessum þremur þáttum,“ segir þar enn fremur.

Eins og mbl.is greindi frá í morgun hefur mikill sjór og sandur gengið á land á Suðurlandi.


Posted

in

,

by

Tags: