6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Mælt fyrir frumvarpi um kynferðislega friðhelgi

Skyldulesning

Áslaug Arna dómsmálaráðherra leggur til breytingar á hegningalögum sem gerir …

Áslaug Arna dómsmálaráðherra leggur til breytingar á hegningalögum sem gerir brot á kynferðislegri friðhelgi refsivert.

Kristinn Magnússon

Brot á kynferðislegri friðhelgi verða refsiverð, verið frumvarp dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur að lögum. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningalögum. Með því er lagt til að nýrri grein verði bætt í hegningalögin þar sem brot á kynferðislegri friðhelgi eru gerð refsiverð. Er þar átt við heimildarlausa töku og birtingu á kynferðis­legu eða nærgöngulu efni, hvort sem er stafrænt eða á annan hátt.

Markmið frumvarpsins er styrkja réttarvernd einstaklinga gegn brotum á kynferðislegri friðhelgi þeirra. 

Hluti af áætlun ríkisstjórnarinnar

Frumvarpið er unnið af Maríu Rún Bjarnadóttur fyrir dómsmálaráðherra sem einnig skilaði stýrihóp, um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi, skýrslu sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg friðhelgi – umfjöllun um réttarvernd og ábendingar til úrbóta“. Frumvarpið er unnið úr skýrslunni. 

Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna um að ríkisstjórnin mundi meðal annars standa fyrir gerð áætlunar um að „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi“.

Innlendar Fréttir