4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Mæta ekki til vinnu og viðhald tefst

Skyldulesning

Ljóst er að viðhald TF GRO tefst þar sem flugvirkjar, …

Ljóst er að viðhald TF GRO tefst þar sem flugvirkjar, sem Landhelgisgæslan telur að eigi að mæta til vinnu, hafa ekki mætt.

mbl.is/Árni Sæberg

Viðhald á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, hefur gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafa allir flugvirkjar, sem Landhelgisgæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á að því er segir í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 

„Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir.

Í vikunni óskaði Landhelgisgæslan jafnframt eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleikans. Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs.

Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir