Á ellefta tímanum í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði mætt í matvöruverslun í Breiðholti og hafði boga og örvar með sér. Hald var lagt á vopnin og skýrsla gerð um málið.
Í Garðabæ datt 14 ára piltur af fjórhjóli sem hann var farþegi á. Hann er talinn fótbrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.
í Miðborginni var maður í annarlegu ástandi handtekinn á sjöunda tímanum í gær. Hann hafði haft í hótunum við starfsfólk. Hann var vistaður í fangageymslu.
Eldur kom upp í húsi í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt. Um minniháttar eld var að ræða að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Á þriðja tímnum í nótt var póstkassi í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði sprengdur með flugeldi.
Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.
Síðdegis í gær hafði lögreglan afskipti af manni í Kópavogi en hann framvísaði ætluðum fíkniefnum. Hald var lagt á þau.