6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Magnaður Ronaldo setti nýtt met í gær – Svona hefur hann farið að því

Skyldulesning

Leikmaður númer 7 er orðinn leikmaður númer eitt, Cristiano Ronaldo varð í gær markahæsti leikmaður í sögu fótboltans. Þessi 35 ára gamli leikmaður skoraði eitt mark í 2-0 sigri Juventus á Napoli, í úrslitaleik Ofurbikarsins á Ítalíu.

Enn einn bikarinn í safn Ronaldo og metið góða sem hann tók af Josef Bican sem skoraði 759 mörk frá 1931 til 1955. Ronaldo hefur nú skorað 760 mörk á ferli sínum.

Fyrir hverja hefur hann skorað?

Ronaldo hefur spilað fyrir stærstu liðin í Portúgal, Englandi, Spáni og á Ítalíu. Ronaldo hóf leik sinn með Sporting og skoraði fimm mörk í 31 leik.

Manchester United festi kaup á sínum og hann skoraði 118 mörk fyrir Rauðu djöfluna í Manchester, það vakti áhuga Real Madrid sem keypti hann.

Á Spáni lék Ronaldo í níu ár og skoraði 450 mörk í 438 leikjum. Fyrir Portúgal hefur hann skora 102 mörk og hjá Juventus eru mörkin orðinn 85.

Elskaði að skora gegn Sevilla:

Þegar Ronaldo yfirgaf Real Madrid var því helst fagnað hjá Sevilla. Ronaldo skoraði 27 mörk gegn Sevilla þegar hann var á Spáni, hann hefur ekki skorað meira gegn neinu öðru félagi. Ronaldo mistókst að skora gegn Sevilla í fimm leikjum en bætti það upp með fjórum þrennum og í eitt skiptið skoraði hann fjögur mörk.

Ronaldo skoraði 25 mörk gegn Atletico Madrid, 23 gegn Getafe og 20 gegn bæði Celta Vigo og Barcelona.

Hvernig komu mörkin:


Hægri fæti – 488 (64.21 prósent)


Vinstri fæti – 139 (18.29 prósent)


Skallanum – 131 (17.24 prósent)


Hendinni- 1 (0.13 prósent)


Annað – 1 (0.13 prósent)

Úr opnum leik – 570 (75 prósent)


Vítaspyrnur – 133 (17.50 prósent)


Auakaspyrnur – 57 (7.50 prósent)

Heima eða úti, skiptir ekki máli:

Það skiptir Ronaldo litlu sem engu máli hvort leikurinn fari fram á heimavelli eða útivelli, Ronaldo hefur skorað 53,95 prósent af mörkum sínum á heimavelli. 40 prósent af þeim hafa komið á útivelli en 46 mörk hafa komið á hlutlausum velli.

Tími leiksins skiptir máli í mörkum Ronaldo, 92 mörk hafa komið á fyrstu 15 mínútunum. 122 hafa komið á frá mínútum 16 til 30.

Ronaldo hefur skorað 115 mörk frá 31 mínútu og til hálfleiks. 116 mörk hafa komið á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleik.

Ronaldo hefur svo skorað 131 mörk á mínútum 61 til 75. Flest mörk koma svo undir lok leiks en 178 mörk hafa komið á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Innlendar Fréttir