Magnús Ver trúlofaði sig á stórafmælinu – Vísir

0
144

Lífið

Magnús Ver trúlofaði sig á stórafmælinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 13:51

Magnús og Monica hafa reglulega tekið á því saman í ræktinni í Miami og farið saman á hinar ýmsu aflraunakeppnir. Instagram Íslenski kraftajötuninn Magnús Ver Magnússon á stórafmæli í dag. Hann er sextugur og til þess að gera tilveruna enn sætari fór hann á skeljarnar í gær og bað kærustunnar sinnar vaxtaræktarkonunnar Monicu Bega. Hún sagði að sjálfsögðu já.

Hinn fjórfaldi sterkasti maður heims greinir sjálfur frá stórtíðindunum á samfélagsmiðlum. Þar birtir hann mynd af þeim Monicu á ströndinni, alsæl þar sem þau eru nýbúin að trúlofa sig.

Magnús, sem ólst upp á Seyðisfirði, hefur undanfarin ár starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu. 

Hann er afar virtur sem slíkur og vel þekktur í heimi aflrauna. Þannig sagði aflraunamaðurinn Eddie Hall eitt sinn frá því hvernig sig hefði langað til að kýla Magnús í andlitið á aflraunamóti.

Hann hefur verið opinskár með ferilinn undanfarin ár og verið duglegur að líta til baka. Magnús hefur meðal annars sagt frá deginum sem góður vinur hans aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993.

Hamingjuóskum rignir yfir Magnús á samfélagsmiðlum, enda ekki á hverjum degi sem sterkasti maður heims á stórafmæli og trúlofar sig í sama vettvangi. 1200 manns hafa brugðist við færslu þeirra Magnúsar og Monicu og hamingjan svífur yfir vötnum.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið
Tarot dagsins Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.