,,Maguire getur farið aftur til Leicester fyrir hálft verð“ – DV

0
112

Frank McAvennie, fyrrum landsliðsmaður Skotlands, segir að það sé möguleiki fyrir Harry Maguire að snúa aftur til Leicester.

Maguire virðist ekki eiga framtíð fyrir sér ó Old Trafford en hann er leikmaður Manchester United.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, horfir á aðra leikmenn en Maguire og væri best fyrir leikmanninn að færa sig um set í sumar að sögn McAvennie.

,,Hann gæti farið aftur til Leicester. Þeir gætu notað hans krafta og munu borga hálft verð fyrir hann. Hann var stjarna þarna,“ sagði McAvennie.

,,Hann þarf að fá að spila. Stundum er treyja Manchester United of mikið fyrir leikmenn. Ég er ekki að móðga Harry en ef hann fer til Leicester þá getur hann endað ferilinn vel.“

,,Þið sjáið hann með enska landsliðinu og hann stendur sig nokkuð vel svo þetta er í raun skrítið. Hann þarf að fara því hann fær ekki að spila.“

Enski boltinn á 433 er í boði