4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Maguire segir Cavani þann besta sem hann hefur æft með

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

Enski boltinn

Cavani, Maguire og Fred fagna sigurmarkinu á St. Mary's í gær. 
Cavani, Maguire og Fred fagna sigurmarkinu á St. Mary’s í gær. 
Robin Jones/Getty Images

Harry Maguire var ánægður með Edinson Cavani í gær. Hann segir að Cavani sé betri en allir þeir sem hann hafi æft með.

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að Edinson Cavani sé besti leikmaður sem hann hefur æft með. Þetta hafði fyrirliðinn eftir sér eftir frammistöðu Úrúgvæans í gær.

Cavani lék á alls oddi í 3-2 sigri United á Southampton í gær. Framherjinn kom inn á í stöðunni 2-0 fyrir Southampton í leikhléi en hann skoraði tvö af þremur mörkum United.

Maguire lofar framherjann í hástert og segir að hann sé besti leikmaður sem hann hefur æft með en Maguire hefur æft með mörgum góðum.

„Hreyfingarnar hans í teignum eru frábærar. Þetat er besti leikmaður sem ég hef spilað með á æfingu. Hann er alltaf á hreyfingu,“ sagði fyrirliðinn eftir frammistöðu Cavani í gær.

„Við vitum hvað hann getur og getur komið með til félagsins. Það er mikilvægt að hann haldi áfram núna því hann er topp, topp leikmaður,“ bætti enski miðvörðurinn við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir