-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Mál fanga til skoðunar í ráðuneytinu

Skyldulesning

Með í reikninginn – hjartaáföll

Einn dag fyrir átta árummeð eimskipi tók ég far.Nú man ég því miður ekkihver meining ferðalagsins var. En einhverra orsaka vegnaað endingu landi...

Innlent

| mbl
| 20.11.2020
| 7:06

Fangelsið á Hólmsheiði.

Fangelsið á Hólmsheiði.

mbl.is/Hari

Mál fanga, sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild Landspítalans, er í skoðun í dómsmálaráðuneytinu. Fanginn var fluttur með sjúkrabíl frá fangelsinu á Hólmsheiði fyrr í mánuðinum og var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga en hann sýnir nú hægfara batamerki samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eru aðstandendur ósáttir við hvernig tekið var á veikindum mannsins í fangelsinu.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að ráðuneytinu sé kunnugt um málið og að óskað hafi verið eftir upplýsingum um málið frá fangelsisyfirvöldum. 

Innlendar Fréttir