10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

„Málefni sem stendur okkur eigendunum nærri“

Skyldulesning

Ljósmynd af Ólafi Kristjánssyni sem er til uppboðs hjá Gallery …

Ljósmynd af Ólafi Kristjánssyni sem er til uppboðs hjá Gallery Port.

Gallery Port efnir til uppboðs á ljósmynd Þórsteins Sigurðssonar til styrktar Frú Ragnheiði. 

Hæsta boð í myndina mun renna óskipt til Frú Ragnheiðar, verkefnis sem sinnir jaðarsettum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Frekari upplýsingar um starfsemi Frú Ragnheiðar eru að finna hér. 

Málefni sem stendur eigendunum nærri 

„Þessi jólin langaði okkur að gefa eitthvað til baka í gegnum þessa starfsemi okkar, þetta er málefni sem stendur okkur eigendunum nærri. Við fundum í rauninni aldrei neina svona lendingu á þessu, hvað við ættum að gera, svo er það bara síðustu eða þar síðustu helgi og þá kemur kollegi minn upp úr geymslunni og minnir mig á þessa mynd sem að við höfum átt í okkar safni af Ólafi og þá dettur okkur það í hug að fara þessa leið. Vera með ljósmynda uppboð þar sem allt söluandvirðið rennur til Frú Ragnheiðar,“ segir Árni Már Erlingsson, einn eiganda Gallery Ports, um framtakið. 

Uppboðið stendur núna í 150.000 krónum og vonast eigendur Gallery Ports til að upphæðin nái í 250.000 krónur.  

„Við erum bara að reyna að gera okkar allra besta til að safna sem mestu. Ekkert meira en bara þakklæti að þetta sé þó þá komið í 150.000,“ sagði Árni. 

„Ljósmyndin sem um ræðir er af Ólafi Kristjánssyni, en Óli, eins og hann var alltaf kallaður, var einn af mörgum skjólstæðingum Frú Ragnheiðar. Óli lést 23. október síðastliðinn.“ Segir í tilkynningu frá Gallery Port. 

Myndina tók Þórsteinn þegar hann vann  verki sínu, Container Society, en í því fylgdi hann eftir tveimur íbúum í svokölluðu smáhýsahverfi fyrir húsnæðislausa á Grandanum. 

Upp úr verkefninu spratt svo ljósmyndasýning í Gallery Port, sumarið 2018. „Þessi opnun á sýningunni Container Society er ein sú allra eftirminnilegasta af mörgum í fimm ára sögu Gallery Ports, ekki síst vegna Óla og fleiri gesta, sem voru bæði viðfangsefni hennar og stjörnur, þann daginn.“ segir í tilkynningunni. 

Allir hjálpast að fyrir Frú Ragnheiði 

Ljósmyndin sem um ræðir nýjum eikarramma sem Listamenn GalleríSkúlagötu, gefa til málefnisins. Ljósmyndarinn Þórsteinn gaf einnig aðra mynd í safn Gallery Ports. „Það eru allir bara að hjálpast að láta þetta ganga og safna sem mestu fyrir Frú Ragnheiði.“  

Uppboðið stendur til kl. 18, þann 22. desember næstkomandi, og verður verkið strax laust til afhendingar. Verkið verður til sýnis í Gallery Port, Laugavegi 23b, fram að lokum uppboðsins.   

Frekari upplýsingar eru að finna á facebooksíðu Gallery Ports. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir