3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Málflutningi lokið en niðurstaða fæst ekki í dag

Skyldulesning

Jón Magnússon, Magnús Jónsson og Ómar Valdimarsson, lögmenn í málinu, …

Jón Magnússon, Magnús Jónsson og Ómar Valdimarsson, lögmenn í málinu, mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.

mbl.is/Árni Sæberg

Niðurstaða í máli um vistun á sóttkvíarhóteli hefur enn ekki fengist og eru bundnar vonir við að niðurstaða fáist á morgun. Fjórir lögmenn, Ómar R. Valdimarsson, Magnús Jónsson, Jón Magnússon og Reimar Pétursson, mættu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur síðdegis í dag þegar mál þeirra, sem kært hafa úrskurð sóttvarnalæknis um vistun á sóttkvíarhóteli, voru tekin fyrir. 

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður nokkurra þeirra sem kært hafa úrskurð sóttvarnalæknis, segir að krafa sinna umbjóðenda sé að úrskurðurinn verði felldur úr gildi. Hann segir einnig að málinu verði áfrýjað til Landsréttar, ef svo ólíklega vill til að dómari héraðsdóms dæmi umbjóðendum hans ekki í vil, eins og Ómar kemst að orði. 

Fosshótel við Þórunnartún gegnir nú hlutverki sóttvarnahúss fólks sem kemur …

Fosshótel við Þórunnartún gegnir nú hlutverki sóttvarnahúss fólks sem kemur af hááhættusvæðum.

mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru fráleitar aðstæður þarna á þessu hóteli. Ég veit að margir klóra sér í hausnum og eru hugsi yfir því að fólk geti ekki bara verið þarna á fjögurra stjörnu hóteli. Það sem fólk virðist ekki gera sér grein fyrir er að fólk er þarna á allt öðrum forsendum en til einhverrar hóteldvalar: það má ekki fara út, það fær mat eftir skömmtun sem kemur kaldur upp á herbergi til þeirra og oft seint, það er ekki hægt að opna glugga og fólk er þarna kannski með ung börn.

Svo ofan í þetta er reykt inni á herbergjunum við hliðina og loftræstikerfið er þannig að reykurinn berst yfir í næstu herbergi. Ef það er hægt, hvernig er þá hægt að ganga úr skugga um að veiran geti ekki borist milli herberja með sama hætti. Þetta eru fráleitar aðstæður,“ segir Ómar við mbl.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir