0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Máli vegna ummæla í ársreikningi Sýnar vísað frá

Skyldulesning

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ingibjargar Pálmadóttur, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félagsins 365 hf. gegn Sýn hf.

Kærður var úrskurður héraðsdóms í málinu sem hafði vísað því frá dómi.

Málið höfðuðu Ingibjörg, Jón Ásgeir og 365 hf. til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna  tiltekinna ummæla í ársreikningi Sýnar hf. og tilhæfulausrar  málssóknar Sýnar í kjölfarið á hendur þeim Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að slíkir annmarkar væru á málatilbúnaði Ingibjargar, Jóns Ásgeirs og 365 hf. að kröfum um meðferð einkamála væri ekki fullnægt. Því var hinn kærði úrskurður staðfestur.

Aðdraganda málsins má rekja til ummæla í ársreikningi Sýnar hf. fyrir árið 2019, þar sem fram kom að til stæði að höfða mál af hálfu félagsins á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Síkt mál var í kjölfarið höfðað í maí 2020. Stefnendur byggðu málsókn sína á því að þau hefðu orðið fyrir tjóni vegna fyrrgreindra ummæla og vegna fyrrgreindrar málsóknar félagsins sem hafi verið tilhæfulaus.

Innlendar Fréttir