5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Málmóði miðjumaðurinn vill að Solskjaer fái nýjan samning

Skyldulesning

Paul Scholes er á því að Ole Gunnar Solskjaer eigi skilið að fá nýjan samning við Manchester United. Hann varaði Norðmanninn þó við því að hann verði að skila bikar í hús og það fljótt.

Núverandi samningur Solskjaer rennur út sumarið 2022 og er búist við því að honum verði boðinn nýr þriggja ára samningur á næstunni. Manchester United hafa tekið nokkrum framförum undir stjórn Solskjaer og eru á góðri leið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni og geta enn unnið Evrópudeildina. Ef þeir vinna hana ekki þá þýðir það fjórða tímabilið í röð án bikars.

„Ég held að hann eigi það skilið. Það hafa verið framfarir hjá liðinu. Liðið lítur skemmtilega út og getur skorað“ sagði Paul Scholes í youtube þætti Webby & O´Neill.

„Eina vandamálið er að hann verður að vinna eitthvað. Að tapa fjórum undanúrslitaleikjum veldur mér áhyggjum og að tapa 8-liða úrslitunum gegn Leicester City var alls ekki gott, sérstaklega fyrir stuðningsmennina.“

„Ef ég ætti að velja á milli FA bikarsins og Evrópudeildarinnar myndi ég velja FA bikarinn. Manchester United eiga einfaldlega ekki að vera í Evrópudeildinni.“

Paul Scholes vann ansi marga titla með Manchester United

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir