1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Man United setur verðmiða á varamarkvörðinn

Skyldulesning

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur sett 40 milljóna punda verðmiða á Dean Henderson, varamarkvörð liðsins. Daily Star segir frá.

Newcastle reyndi að fá Henderson í janúarglugganum en United hafnaði öllum tilboðum félagins í enska landsliðsmanninn.

Henderson hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og lítið fengið að spila en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og þar að auki hafa frammistöður David De Gea tryggt Spjánverjanum byrjunarliðssæti.

Newcastle ætlar að reyna aftur í sumar en forráðamenn félagins vita að Henderson fæst ekki fyrir slikk. Fá félög eru þó í betri stöðu til að kaupa leikmenn og gæti Newcastle hæglega fengið Henderson en markvörðurinn vill væntanlega fá meiri spiltíma í von um að tryggja sér farseðil á HM í Katar seinna á árinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir