5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Man Utd eignaði sér met með enn einni endurkomunni

Skyldulesning

Enski boltinn


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Eftir leik kvöldsins.
Eftir leik kvöldsins.
vísir/Getty

Lið Manchester United hefur verið gjarnt á að lenda undir og koma til baka í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð.

Það gerðist í enn eitt skiptið í dag þegar liðið lenti 1-0 undir gegn West Ham í Lundúnum en kom til baka með stæl í síðari hálfleik, líkt og liðið gerði um síðustu helgi þegar Man Utd var 2-0 undir í leikhléi gegn Southampton en vann leikinn 3-2.

Vel er fylgst með allri tölfræði í ensku úrvalsdeildinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Með sigrinum í dag fór Man Utd upp fyrir Tottenham á lista yfir þau lið sem hafa náð í flest stig eftir að hafa lent undir í leikjum.

Þetta var í fimmta skipti á yfirstandandi leiktíð sem Man Utd nær sigri eftir að hafa lent undir á útivelli en það gerðu þeir einnig gegn Brighton, Newcastle, Everton og Southampton.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir