3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Man. Utd – Leeds, staðan er 3:0

Skyldulesning

Scott McTominay skorar hér fyrra mark sitt á Old Trafford …

Scott McTominay skorar hér fyrra mark sitt á Old Trafford í kvöld.

AFP

Manchester United og Leeds mætast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta sinn í 16 ár klukkan 16:30 á Old Trafford í 14. umferðinni í dag. Mbl.is fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.

Liðin gerðu síðast 1:1-jafntefli á þessum velli í febrúar 2004 en Leeds féll það tímabil og leikur í úrvalsdeild í vetur í fyrsta sinn síðan. Liðið vann hins vegar síðasta leik sinn á Old Trafford, er nágrannafélögin mættust í enska bikarnum árið 2010, en Leeds spilaði þá í C-deildinni.

Bæði lið unnu leiki sína í miðri viku. Leeds vann 5:2-sigur á Newcastle á útivelli en hafði þar áður tapað tveimur í röð. Manchester United vann 3:2-sigur á botnliði Sheffield United og er ósigrað í síðustu sex deildarleikjum sínum, unnið fimm og gert eitt jafntefli.

Innlendar Fréttir