Manchester City er tilbúið að punga fram 200 milljónum punda til þess að tryggja sér þjónustu tveggja leikmanna.
Sergio Aguero er að öllum líkindum á leið frá félaginu og þarf City að fylla í skarð hans sem verður líklegast ekki auðvelt þar sem hann hefur verið þeirra besti leikmaður síðasta áratug og er markahæðsti erlendi leikmaður í sögu deildarinnar.
Pep Guardiola er hins vegar með augastað á tvem heitustu framherjum heims þessa mundirnar en það eru þeir Erling Braut Haaland og Romelu Lukaku .
Lukaku sem er Ensku úrvalsdeildinni góðkunnugur ætti ekki að vera lengi að aðlagast en einnig hefur Haaland sagst vilja spila í deildinni og ekki skemmir það að faðir hans Alf Inge Haaland spilaði fyrir bláklæddu Manchester mennina.