5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar

Skyldulesning

Manchester City er tilbúið að punga fram 200 milljónum punda til þess að tryggja sér þjónustu tveggja leikmanna.

Sergio Aguero er að öllum líkindum á leið frá félaginu og þarf City að fylla í skarð hans sem verður líklegast ekki auðvelt þar sem hann hefur verið þeirra besti leikmaður síðasta áratug og er markahæðsti erlendi leikmaður í sögu deildarinnar.

Pep Guardiola er hins vegar með augastað á tvem heitustu framherjum heims þessa mundirnar en það eru þeir Erling Braut Haaland og Romelu Lukaku .

Lukaku  sem er Ensku úrvalsdeildinni góðkunnugur ætti ekki að vera lengi að aðlagast en einnig hefur Haaland sagst vilja spila í deildinni og ekki skemmir það að faðir hans Alf Inge Haaland spilaði fyrir bláklæddu Manchester mennina.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir