1 C
Grindavik
18. janúar, 2021

Manchester-liðin berjast um varnarmann

Skyldulesning

David Alaba gæti endað í Manchester-borg.

David Alaba gæti endað í Manchester-borg.

AFP

Knattspyrnumaðurinn David Alaba mun yfirgefa Þýskalandsmeistara Bayern München þegar samningur hans rennur út næsta sumar en Manchester City og Manchester United hafa bæði mikinn áhuga á leikmanninum.

Varnarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá Bayern München en hann hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu undanfarnar vikur.

Spænski miðillinn AS greinir frá því að Manchester-borg sé líklegasti áfangastaður leikmannsins en Bayern gæti selt hann í janúar í stað þess að missa hann frítt næsta sumar.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, og Alaba unnu saman hjá Bayern München við góðan orðstír frá 2013 til 2016.

Þá vill Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, styrkja varnarleikinn hjá sér og sér Alaba sem góðan kost í vörninni við hlið fyrirliðans Harry Maguire.

Innlendar Fréttir