7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Manchester-liðin skildu jöfn í stórleik umferðarinnar

Skyldulesning

Manchester United og Manchester City, mættust í borgarslagnum um Manchester í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Leikið var á Old Trafford, heimavelli Manchester United.

Mikið jafnræði var með liðinum en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið.

Þessi úrslit gera lítið fyrir bæði lið sem hafa átt fremur brösótta byrjun á tímabilinu. Bæði lið hefðu viljað stigin þrjú til þess að brúa bilið í topplið deildarinnar en svo fór ekki.

Manchester United situr í 7. sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Tottenham sem á einnig leik til góða. Manchester City situr í 8. sæti deildarinnar með 19 stig.

Manchester United 0 – 0 Manchester City.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir