Manchester United fær góðar fréttir – PSG ætlar ekki að vera með – DV

0
117

Það verður athyglisvert að sjá hvort miðvörðurinn Kim Min-jae færi sig um set í sumar.

Suður-Kóreumaðurinn gekk í raðir Napoli í sumar frá Fenerbahce og hefur verið hreint frábær fyrir ítalska liðið, sem stefnir hraðbyri að Ítalíumeistaratitlinum.

Í kjölfarið hefur Kim verið orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu, þar á meðal Manchester United.

Þá hefur Kim einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain en samkvæmt Sky Sports ætlar franska félagið ekki að taka þátt í baráttunni um leikmanninn.

Kim er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara fyrir 70 milljónir evra.

United virðist leiða kapphlaupið en Kim en félög á borð við Liverpool og Tottenham hafa einnig verið nefnd til sögunnar.