5 C
Grindavik
9. maí, 2021

Manchester United fylgist með Harvey Barnes

Skyldulesning

Enska félagið Manchester United, fylgist grannt með Harvey Barnes, miðjumanni Leicester City. Félagið lítur á hann sem mögulega viðbót við leikmannahóp sinn takist félaginu ekki að krækja í Jadon Sancho.

United mistókst að kaupa Sancho fyrir tímabilið, félagið var ekki reiðubúið til þess að borga 109 milljónir punda sem var sú upphæð sem Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn.

Harvey Barnes er 22 ára og hefur farið vel af stað með Leicester. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er talinn vera hrifinn af leikmanninum.

Barnes skoraði 7 mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester og gaf 9 stoðsendingar. Hann hefur skorað 5 mörk á þessu tímabili. Talið er að Leicester vilji fá í kringum 60 milljónir punda fyrir Leikmanninn.

Forráðamenn Manchester United hafa greint frá því að Solskjær muni fá pening til þess að styrkja liðið í komandi félagsskiptagluggum.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir