5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Manchester United hafði betur gegn Tottenham sem er í basli

Skyldulesning

Tottenham tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli Tottenham í Lundúnum.

Á 33. mínútu kom Edinson Cavani, Manchester United yfir með marki eftir stoðsendingu frá Paul Pogba.

Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar var komist að þeirri niðurstöðu að Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, hafði brotið af sér í uppbyggingu sóknarinnar þegar að hann slæmdi hendinni í andlit Heung Min Son, sóknarmann Tottenham. Markið var því ekki tekið gilt og aukaspyrna dæmd.

Skömmu eftir þetta kom fyrsta löglega mark leiksins, það skoraði Heung Min Son, fyrir Tottenham á 40. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 57. mínútu þegar að hinn brasilíski Fred, jafnaði leikinn fyrir Manchester United eftir frábæra spilamennsku í aðdraganda marksins.

Edinson Cavani kom Manchester United síðan yfir með marki á 79. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes.

Það var síðan varamaðurinn Mason Greenwood, sem innsiglaði 3-1 sigur Manchester United með marki á 6. mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem lauk með 3-1 sigri Manchester United. Liðið situr í 2. sæti deildarinnar með 63 stig á meðan að Tottenham er í basli í 7. sæti með 48 stig.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir