Manchester United mætir Hollywood liði Wrexham í sumar – Fyrsti leikur Wrexham í Bandaríkjunum – DV

0
191

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United mun mæta velska liðinu Wrexham, sem er í eigu Hollywood leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í æfingaleik í Bandaríkjunum í sumar. Frá þessu er greint í yfirlýsingu á heimasíðu Wrexham.

Wrexham er án efa eitt heitasta lið Bretlandseyja um þessar mundir þrátt fyrir að leika í ensku utandeildinni. Um er að ræða sögufrægt lið sem var árið 2020 keypt af Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Fjölmargir hafa fylgst með ævintýri Wrexham undanfarið í Disney+ þáttaröðinni Welcome to Wrexham.

Nú er svo komið að Wrexham er í góðum möguleika á að koma sér upp í ensku deildarkeppnina á nýjan leik með því að enda í einu af efstu sætum utandeildarinnar. Komist liðið upp úr utandeildinni mun þeirra bíða sæti í ensku D-deildinni.

Þann 25. júlí næstkomandi mun Wrexham taka á móti stjörnuprýddu liði Manchester Untied á Snapdragon leikvanginum í San Diego. Um er að ræða fyrsta leik Wrexham í Bandaríkjunum.

Ljóst er að Manchester United mun tefla fram ungum leikmönnum í viðureign liðanna, einhverjir þeirra munu koma úr akademíu félagsins.

“We’re looking forward to being able to play in the United States for the first time in the Club’s history. The match against Manchester United is sure to be a memorable occasion at the Snapdragon Stadium, San Diego.“ 👇

🔴⚪ #WxmAFC

— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) March 27, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði