Manchester United með afar mikilvægan sigur í stórleiknum – Villa vann magnaðan sigur á meisturunum – DV

0
8

Tveimur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Flestra augu voru á Old Trafford þar sem Manchester United tók á móti Chelsea. Heimamenn fengu vítaspyrnu snemma leiks eftir að brotið var á Antony. Fyrirliðinn Bruno Fernandes fór á punktinn og klikkaði hins vegar.

En á 19. mínútu tók United forystuna þegar Scott McTominay skoraði eftir að hafa tekið frákastið af skoti Harry Maguire.

Rétt fyrir hálfleikinn jafnaði Cole Palmer fyrir Chelsea með afar lúmsku skoti. Skemmtileg tilþrif.

United tók forystuna á ný á 69. mínútu með marki frá McTominay sem er markahæsti leikmaður United á leiktíðinni.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir United. Heldur sanngjörn niðurstaða.

United er í sjötta sæti deildarinnar, 3 stigum á eftir Manchester City sem er í fjórða sæti. Chelsea er um miðja deild.

Á sama tíma tók Aston Villa á móti Englandsmeisturum Manchester City og heldur frábært gengi þeirra áfram.

Lærisveinar Unai Emery unnu magnaðan 1-0 sigur á City í kvöld en eina mark leiksins gerði Leon Bailey á 74. mínútu. Villa var hreinlega mun betri aðilinn í leiknum.

Með sigrinum fer Aston Villa upp fyrir City og í þriðja sæti deildarinnar. Þar er liðið nú með 32 stig.

Getty Images