2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Manchester United með fyrsta sigurinn á heimavelli

Skyldulesning

Manchester United tók á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrir leikinn hafði United ekki enn náð að sigra á heimavelli í deildinni á þessari leiktíð.

United hafði heldur ekki tekist að skora í þremur af síðustu fjórum heimaleikjum gegn West Brom.

Það breyttist í dag. Manchester United sigraði leikinn 1-0.

Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Fernandes náði þó ekki að skora fyrr en í annarri tilraun. Johnstone, markmaður West Brom, var farinn af línunni þegar hann varði fyrra víti Fernandes. Vítaspyrnan var því endurtekin að beiðni VAR og þá skoraði Fernandes.

Eftir leikinn situr Manchester United í níunda sæti með 13 stig. West Brom er í 18. sæti með þrjú stig og leita þeir enn að fyrsta sigrinum.

Manchester United 1 – 0 West Brom


1-0 Bruno Fernandes (56′)(Víti)

Innlendar Fréttir