Manchester United tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn rúlluðu yfir gestina frá Leeds.
Scott McTominay byrjaði leikinn af krafti og skráði sig á spjöld sögunnar á þremur mínútum. Það gerði hann með því að skora tvö mörk á fyrstu þremur mínútum leiksins. Þar með varð hann fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að takast þetta afrek.
Bruno Fernandes bætti þriðja marki heimamanna við á 20. mínútu. Á 37. mínútu skoraði Victor Lindelöf fjórða mark United. Liam Cooper minnkaði muninn fyrir Leeds á 42. mínútu. Staðan 4-1 í hálfleik.
Á 66. mínútu bætti Daniel James fimmta marki heimamanna við. Fjórum mínútum síðar skoraði Bruno Fernandes sjötta mark United úr vítaspyrnu. Á 73. mínútu skoraði Stuart Dallas annað mark Leeds sem gerði þó ekki mikið fyrir þá því leiknum lauk með 6-2 sigri United.
Manchester United 6 – 2 Leeds
1-0 Scott McTominay (2′)
2-0 Scott McTominay (3′)
3-0 Bruno Fernandes (20′)
4-0 Victor Lindelöf (37′)
4-1 Liam Cooper (42′)
5-1 Daniel James (66′)
6-1 Bruno Fernandes (70′)(Vítaspyrna)
6-2 Stuart Dallas (73′)