Samkvæmt Guardian er Manchester United að skoða það að ráða Thomas Tuchel stjóra Chelsea til starfa í sumar. Tuchel kemur inn í myndina vegna óvissu í kringum Chelsea.
Allar eigur Roman Abramovich eiganda Chelsea hafa verið frystar og framtíð félagsins hangir í lausu lofti.
Guardian segir að United skoði nú þann kost að ráð Tuchel sem er með samning til 2024. Mirror segir að Tuchel sé eftur á blaði United.
Mauricio Pochettino og Erik ten Hag hafa mest verið orðaðir við stöðuna en nú er nafn Tuchel komið í hattinn.
Tuchel hefur sjálfur sagt að hann klári tímabilið með Chelsea en félagið finnur ekki nýjan eiganda á næstu vikum gæti félagið orðið gjaldþrota á meðan eigur Roman eru frystar.
Tuchel er á sínu öðru tímabili með Chelsea og vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð en áður stýrði hann Dortmund og PSG.